Á brúsapallinum bíður hún mín
brosandi út að eyra.
Í körfunni góðu er kalt appelsín
kaka og dálítið fleira.
Ég fær'enni rósir og rembingskoss
rekur hún mér þá á munninn.
Í lautinni niður við Lágtúnsfoss
leggjum við lífsgrunninn
Þá rennur hún til og rífur í mig
“Róbert ég elska þig ætíð”
en fellur svo beint oní hyldýpið
lokið er nú minni sætíð