Hver er stefnan ef hart er stýrt
hungur rekur á djúpið.
Hvenær verður það skært og skýrt
þið skreytni með sannindum hjúpið.
Og atkvæði kaupið einn daginn dýrt
í duftið þið hneigið og krjúpið.
Skilið þorpum fisk úr fortíð
finnið sanngjörn málalok.
Lýðræði hefur sest í samtíð
sígandi virðing og endalok.
Frelsi fárra til auðs í framtíð
fyllir að lokum almúga kok.