Ég veit eiginlega ekki hvort þetta sé eitt ljóð eða fleiri,
Þið verðið bara að dæma um það sjálf. :)
——————————
Skuggsjá skuggsjá,
segðu mér frá.
Ó, segðu mér það,
sem ég ei vita má.
Vonarneistar,
eldinn kveikja.
Tungur bálsins,
skýjin sleikja.
Segðu mér frá draumunum,
sem viskuna færa.
segðu mér frá sólinni,
ljósinu skæra.
segðu mér frá lækjunum,
vatninu tæra.
segðu mér frá skógunum,
sem í vindinum hræra.
Þó sigli ég, um heimsins höf
Þá verður ei á mér, lífsins töf
því heimtil þín, sný ég aftur
þú ert mér líf mitt og kraftur.
Knapar vindsins storminn semja,
Spila á landið og fjöllin lemja
Við sjóndeildarhringinn sólin sefur
Eilítin frið hún gefur.
Ég spurði þig svara,
En hvar ertu nú?
Ó, skuggsjá ekki fara,
Vertu mér trú.
———————————-
Ég sem of fá ljóð á íslensku … finnst vera miklu meiri orðaforði í ensku. :)
Þetta er eitt af fáu sem ég hef gert á íslensku.
Kv. Duff