Þetta var ekki ást
fyrir gyðjur og goð,
ekki skýjaást.

Þetta var
“bara”
þeirra ást.

Eitt skiptið,
skolaðist hún niður með uppvaskinu…
Annað skipti,
gufaði hún upp með vatninu í kartöflupottinum…
Enn annað skipti,
fór hún í ruslið með kúkableyjunni…
Og svo,
þurrkaðist hún upp með hinum þvottinum…

Því eftir alltsaman
þá var þetta ekki nema
dauðleg ást.