Hvert fór það eina
sem unni ég mest?
mér illa liður,
myrkrið í huga mér kveinar.
Dökk hliðin á mig sest,
ég hrópa en enginn fram sig bíður.
Ég kvelst… ég öskra á þig
skelfingin grípur um sig
af hverju hlustar enginn á mig?
Nei nú ég man, það hugsar hver um sig
Hjálpin færist fjær og fjær
hönd mín fálmar í myrkrið svart,
óttinn grípur um mig, það er svo kalt
eilífðarlestin færist nær og nær.
Ég von mína átti um fallega daga,
með mikilli gleði í tómu geimi.
En í dag finnst mér ég öllum til ama,
fegnastur væri ég að hverfa úr heimi hér.
Hvað er maður sem ekki neitt getur?
ónýtur líkami, ónýt sál.
Ég reyni og reyni en aldrei gengur betur,
mín ynnri ólga er sem brennandi bál.
Maður ákveður, um höfuð snöru setur.
Og allt í einu er hann ein flöktandi sál.