Misrétti !
ljóðið kom á klukkutíma í morgunn.190104.
Áður fyrr voru kongar kríndir
í kappsemi og stjórnun fræddir.
Lensur oddar og busar brýndir
í bardögum eru allir hræddir.
Aula fordæmi öðrum sýndir
auðgun fárra hjarta bræddir.
Illa er mannað í lífsins liði
lygum kjörnir slæmum beita.
Enginn sáttur með verri siði
sömu gumar sem galla leita.
Ganga lengst í gróða miði
gjarnan öðrum lítið veita.
Ráðherra lagar eftirlaunin sín
lítið vill að aðrir hafi.
Banki yfir gildum sjóðum gín
græðgin rís úr lasta kafi.
Öldruðum gagnast ekki grín
á eymdar kjörum tóran lafi.
Í kosningu þú kyssir vöndinn
kannt ekki aðra mannasiði.
Krotaði exið krossa höndin
kann ekki stýra stjórnar sviði.
Frelsi og lýðræði fengu löndin
fáum gefið og röngu liði.