Kalt og dimmt og kvölin að mér sækir,
kæfir allt það góða í brjósti mínu.
Í hjarta mínu slær í harða brýnu,
er hamra á því djöfuls verstu klækir.
Þar sem áður hýsti gleði og hlýju,
hafði ég svo fagurt margt að gefa.
Nú ekkert fær minn sáran huga sefað,
er sækir á mig einsemdin að nýju.
Mig þrúgar mara þjáninga og pínu,
sem þrífst á sorg sem innra með mér býr,
og gerir líf mitt allt að leiðum vana.
Nú beinist þetta böl að hjarta mínu,
breytir því í helsært villidýr,
sem víst er að mér verður senn að bana.