Amma

Lítil stúlka í faðmi mömmu
Glitra má sjá í tár
Grætur, syrgir, saknar ömmu
Í hjartað var komið sár

Lífið er eins og lítið lag
Sem fæðist, lifir og deyr
Hún amma var að kveðja í dag
Lagið hennar var víst ekki meir

Margar góðar minningar vakna
Á meðan hún var með okkur hér
En ávalt mun ég ömmu sakna
Hugsa ég með mér.

Heiðdís Haukdal