Kolsvart hyldýpið
gapir við
mér

Að standa á
brúninni
er eins og
að standa á
brún geðveikinnar

Orðin hringsnúast
sem þvottavél
á þeytivindu
í hausnum á mér

og ég segi:

“Æi nennirðu ekki að ganga frá
þvottinum?”