Guð - Maður - náttúra
Kærleik viljum ekkert annað
óskin er guðs og guðleg þrá.
Ástarþel mun aldrei bannað
ástin nærist mörgum hjá.
Guðinn hefur gæsku mannað
gríðar fjölda jörðum á.
Dag einn hrollkaldann hlánaði
höfgi lífsins dró úr leik.
Í landinu Stöðugt loftið blánaði
lagarverur fóru á kreik.
Gróðurlendis sköpun skánaði
skilyrðið lífsins sjaldan veik.
Gulir rauðir og grænir sprotar
gægjast upp úr jörð til sólar.
Geisla hennar gróður notar
í grófum skúrum nálin dólar.
lengd er full þá látum slotar
litast grænir holt og hólar.
Orka lífs í öllum frumum
endalaust við finnum líf.
Gefur stýring guðleg sumum
gátu lausn í næsta kíf.
Aðrir amast í gróður gumum
grænar slikjur heilla víf.
Handan efnis finnst ofurvit
agaður lögmáls heimur.
Sýna lífheildum Guðir lit
langt fyrir utan er geimur.
Ótal heimar með eilíft glit
andar þaðan hugar keimur.
Takist fræðum að fegra jörð
fylgir siður kærleiks góður.
náist að skipa skilningshjörð
skekkjast firrur er þjaka bróður
Skapast gras við bæ og börð
blessun guðs mun auka hróður.