Merkilegt er að hugurinn er nánast aldrei frjórri en á sjálfum jólunum, detta manni þá í hug margar ferskeytlur og fleiri kviðlingar, nokkur ljóð runnu upp í huga minn og huga félaga míns í góðu glensi þessa jólahelgi sem hin síðasta var. Datt okkur í hug að steypa þeim saman í eina stóra jólavísu sem er 8 erindi.

Jólin eru gengin í garð,
leppalúði grýlu sarð,
jólasveinar 13 skutust út,
Allir í einum rembihnút.

Þeir ólust upp við ósiði marga,
að stela og hænsnum að farga,
Heimilisofbeldi og bruggun landa,
En þeir leituðu að hinum heilaga jólaanda.

Þeir struku frá koti fínu,
staðráðnir að ná markmiði sínu,
Dreifa út kærleika og gleði,
þá blasti við þeim þessi ágæti sleði.

Þeir brunuðu í borgina stóra,
Nú þýddi ekkert að slóra,
Því gjafirnar þurftu að komast í hús.
En sleðinn var eigi samvinnufús.

Flugu þeir beina leið á hausinn,
En stúfur var ei þurrausin,
Og datt því í hug að ná í dýr,
Hrein voru þau og hýr.

Þessi fallegu íslensku hreindýr,
Og sleðinn sem var nánast nýr,
Þustu um háloftin bláu,
Með jólasveinana knáu.

Dreifðu þeir gjöfum til krakka,
Sum fengu stóra pakka,
En aðeins þau sem létu vel,
En hin máttu frjósa í hel.

Jólasveinarnir gjafirnar gáfu,
Eftir tár, blóð og svita þeir sáu,
Að jólin voru í hjörtum allra,
Þökk sé þessara góðu kalla.

GLEÐILEG JÓL


Eigi er þetta merkilegur kveðskapur en þó gæti þetta vermt hjörtu einhverja manna sem sitja inni, að flýja skammdegið og sortann sem úti er, fyrir framan tölvuskjáinn og góna á þetta ljóð.

ég vil bara þakka fyrir mig og þakka sérstaklega fyrirfram fyrir góðar viðtökur sem þetta ljóð mun væntanlega fá.

bambus