Eineygður maður með tréfót í strætó
stuðlar fyrir magastrætó
hvíslaði ugla hversdags að mér.
Þú ert með maga fyrir strætó.
Miðaldra Gunnar í ullarpeysu
með kjaftinn fullan af tóbaki
og magasýrum.
Nýaldarhermenn í spandexgöllum
keyra um á Toyotum
og kasta eggjum í eineygða
og homma í ullarpeysum.
