Dauður við dögun
Kaldan hníf úr kistu dreg
kem honum fyrir á náttborði
Fer svo að kúra mér
og hugsa um að ég verði
dauður við dögun
Í draumum mínum
skipsflak er
hreyfingar þar inní sé
skínandi skolli
jólasveinninn býr í því
Vakna að vanda myrkri í
teygi mig að borðinu
sting mig laust í bringunga
finn ekki fyrir því
því ég er dauður við dögun