Sálin til sölu?


Mér blöskrar við þeirri staðreynd, sem við búum við í dag! Við lifum í gerviveröld, þar sem peningar eru völd! Markaðshyggja, kapítalismi tröllríður öllu(m)!! Að vera ungur er erfitt, að vera barn er, erfiðara!

Hvern einasta dag horfum við á, auglýsinga herferðir ætlaðar börnum með Sálfræðiaðferðum, lúmskar og lævísar, að þeim er beint síað inní saklausa huga þeirra og menga! Að vera ungur er erfitt, að vera barn, er erfiðara!

Það ríkir gemsa uppeldi í dag að eiga gemsa er mikilvægt ef þú ert tíu ára, því að “allir hinir eiga svoleiðis í dag” ég verð að vera eins annars laminn í spað. Að vera ungur er erfitt að vera barn, er erfiðara!

Mamma og pabbi reyna að afla tekna, til að kaupa bensa , og flottara hús flóknara “TV” og síðast en ekki síst “ Playstation ” barnapíu “til þess að passa mig!” Að vera ungur er erfitt, að vera barn er erfiðara!

Það er klám innreið í gangi hjá unglingum í dag, þar sem hópreið tíðkast og að sjúga er lítið mál. Að taka í rass er ný getnaðarvörn, það verður jú engin ófrísk af því! Að vera ungur er erfitt vera barn er erfiðara!

Í frímínútunum dópsalar þyrpast að viltu hvítt-brúnt, eða viltu grænt gras? Eða ertu kannski komin(n), í “Ellurnar?” Við bara reddum því það er ekkert mál! Að vera ungur er erfitt, að vera barn er erfiðara!

PoppTV “ rúlar ”, þar sem hætt er að hlusta heldur er horft á dillandi bossa á silicon brjóst og ímyndir eins og Britney Spears . Hvar eru gildin? Eru þau að hverfa í spillingu og græðgi Das kapital?! Að vera ungur er erfitt að vera barn, er erfiðara!

Er sagan endalausa að endurtaka sig?
Er nútíma Sódóma með ríkjandi völd?
Er maðurinn í myrkri sjálfum sér týndur,
Selur hann sál sína og grípur í tómt?!



Ef einhvern vantar rapp-texta? Hafið samband.