Ég veit að þetta ljóð er hörmulegt en plís sleppið skítkasti.
Dauðinn sem bíður
Ég opna dyrnar,
og labba inn.
En þarna situr
dauðinn minn.
Ég brjálast ekki,
heilsa með mikilli spekt.
Því að þetta er
ekkert merkilegt.
Líf er hér
enn svo fagurt og frítt
en þetta er nú
ekkert nýtt.
Hann tekur undir
með háværu gnauði.
En ég segi hærra:
“Nei blessaður dauði.”
Hann er hér ekki
til að taka mig með sér.
Heldur bara
til að fykgjast með mér.
Hann bíður uns
ellin mann myrðir,
sjúkdómar drepa
og slysanna byrgðir.
Maður velur ekki
hvaða dauða við deyjum
liggjandi í rúmi
eða bardaga heyjum.
Hann kemur bara
eins hratt og hann getur
Áður en maður finnur,
og lífið metur.
Þá kemur dauðinn
líkt og þykkasta þoka.
Sálina setur
í lítinn poka.
Maður má þakka,
að hann sálina tekur.
Annars hún
út í loftið lekur.
Hann fer með sálina
á örugann staði.
Áður en henni,
vinnst nokkur skaði.
Þess vegna má segja
að hann sé engillinn minn.
Hjálpar mér að lokum
inn í himnaríkinn.
Svo hversvegna ætti
ég að hræðast dauða.
Líkt og varúlfa mikla
og skuggalega kauða.
Ég frekar sest niður,
og sé að það er staður
til fagnaðar.
Skálum maður!
Fyrir löngu ég tókst á
við óttann minn
og segi hversvegna að óttast
dauðann sinn.