en bærist ei.
Bíð eftir að einhver vilji kveða upp dánardóm,
en heyri ekkert.
Bíð eftir að einhver dragi hvítt lak yfir hausinn á mér,
en ekkert gerist.
Afhverju þetta fjárans ekkert,
af hverju sinnir mér enginn?
Skúringakona kjagar kiðfætt inn,
skúrar og fer.
Hún horfði ekki einu sinni á mig,
eins og ég sé ekki þarna.
,,Ertu að hlusta á mig Guðjón, þú átt að keyra mig niður í saumaklúbb og þrífa svo neðri hæðina og vera búinn að sjóða ýsuna þegar þú kemur að ná í mig´´
Ég vakna óþægilega upp úr dagdraumum mínum
Jafnvel í draumum mínum sinnir mér enginn.
Bara að kerlingin dræpist nú á undan,
þá fengi maður nú kannski einhvern smá frið,
að minnsta kosti smá stund.
En ég er bara gólftuska.
Gólftuskur sýna oftast lítið framtak í einkamálum.
For in that sleep of death what dreams may come.