Alþingi

Hvert hefur farið þjóðarinnar stolt,
hún unir sátt við hvað sem hún fær.
Ei tel ég þetta almenningi holt,
aðallinn kýlir á vömbina og hlær.

Fólk gleymir honum litla bróður,
hann á sinn hlut mun minni.
Ekki er honum afarkosturinn góður,
það sem hann hefur nægir að sinni.

Hvað hefur orðið af dyggð og trú ,
hafa allir gleymt sögu þjóðar.
Hún barðist fyrir rétt sínum sú,
þá fæddust allar hetjurnar góðar.

Í hvert sinn er alltaf einn sauður,
Hann brýtur niður öll vinnuhjú.
Áður var Gissur en hann er dauður
Þá spyr ég ykkur: hver er það nú?


Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."