-Hluti I – Vonin úti-

kuldinn er kominn til að vera hérna lengi
kvöldið er fallið á lífsins gráa engi
rökkrið í rjóðrinu dökknar og sofnar
rauða sólin felur sig og smám saman dofnar…

þrösturinn þegir og vindurinn lægist
þruskrið í fjarska efast og hægist
hugsi á himninum máninn nú kyrr
horfið er ljósið er lýsti honum fyrr…



myrkur á ískaldri mánafold
minni er aflvana sálin mín núna
sem strúturinn sting ég hausnum í mold
styrkurinn fór við síðustu brúna…

hann fór er ég brenndi síðustu brúna
brugðinn er brandur í sálinni minni
fegurðin fór og ég missti alla trúna
falur er ég sorg og kaldri eilífðinni…


-Hluti II – Vonin inni-

þó þrösturinn þagni og myrkrið á fellur
þiðnar allur kulinn um síðir
þó komi á sálina svakalegur skellur
bara stórvaxnar hamingjuhríðir…

fögur gleðin fæðist á ný
fjandi sein en kemur þó
lífið lifnar og sólin er hlý
ljúf og friðsæl kemur ró…



öll él styttir upp um síðir
sorgin er bara hamingjuhríðir…

fegurðin æ aftur fæðist
furðulegt lífið mitt glæðist…



fegurðin mun aftur fæðast
fullur af von er ég núna
hljóðlátt mun ég aftur læðast
og reisa síðustu brúna…



***Það er frekar langt síðan ég samdi þetta ljóð en ákvað að láta það loksins inn núna (fann það aftur inni á tölvunni þegar ég var að fara yfir “stafrænu ruslakörfuna” þar.) En ég man þó að ég samdi fyrra erindið sem betur fer á undan því síðara ;)***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.