Tilfinningar mínar
eru fyrrverandi
í þinn garð

Verði henni að góðu
sem fer næst
í þína svikulu
tómu
arma

En hversu glöð
var ég samt
að sjá að ég
get lifað ágætu
lífi
án þín

Þig ætti ekki neinn
að gráta
hvorki hlutur
manneskja
né þú sjálfu