felur hjarta sitt í stormi
á meðan tíminn svífur milli andvaka regnboga.
veturinn dó í höndum vorsins
og allar vökustundir urðu bleikar eins og drukknandi himinn
ljósin slökknuðu og allt varð gult,
líkt og þögult öskur úr ímynduðum lófa sem tíminn gleymdi að snerta,
fullur að krafti og von,
en samt ekki til,
eins og ófæddur fiskur, ferðast um í ljóði,
milli svefns og vöku,
lífs og dauða,
getur ekki sofnað,
aldirnar allar eins,
stefnulausar,

hvert stefnir?