Ég legg nú af stað með ljósið í hjarta
með bros á vör og framtíð svo bjarta.
Lífsneistinn logar svo heitur og glaður
förunaut lífsins fann í þér maður.
Þú opnaðir dyrnar og græddir svo sárin
sem sál mína kvaldi og bældi um árin.
Þú átt ást mína alla þar til lífsloginn slökknar
sól leggst í sæ og næturdögg klökknar.