Niða Dvergar og Guðlegir hnettir.
Dökkvan niðadvergar fara
dáðum þeirra í gosi lauk.
Dáðlaus kyn að dauða skara
djöfulæðið í buskann rauk.
Í köldu veldi að köku skara
kærleikur í heimsku fauk.
Vönuð tengsli vondra para
varði þar til yfir lauk.
Bjartar sólir í bjarma lýsa
byggðir gæddar guða ást.
Urmull slíkra heima hýsa
hami er lifa í kærleik skást.
Lífsandstreymi fáir fýsa
fráleitt að meta kalda ást.
Samræmi og þroski rísa
raunir engar við að kljást.
Guða vilji og gæska fylgja
gæfa ætluð hverjum manni.
Svartra sauða dagleg dylgja
Drottinn enginn er með sanni.
Aldrei vitsins birtist bylgja
bilað vit í fræðabanni.
Heimsku neitun fræða fylgja
fákunnáttu í eigin ranni.
Í ómælis geimi eilífðar rými
endalaust guðlega hnetti finna.
Geimsins öreind Guða sími
gagnast lífi er ber að sinna.
Eilífðar gæska Guðlegur tími
geislandi eindir lífið kynna.
í skuggum hnatta vonin hými
heimsku fari brátt að linna.
Samræmt er ríkið í ráðaleysi
raunar ekki stjórn á neinum.
Hyskninni háir dáðanna leysi
hamingja ríkir í öllum og einum.
Samstillt er heild í hugsanaleysi.
hollráðin fremri ráðum beinum.
Þroskann ei þjáir dyggðaleysi
Þarna er gott að fylgja hreinum.