Steinninn hélt mér ósýnilegum höndum
hélt mér heljarböndum
Engin var undankomuleiðin
ófærð var heiðin
Eins og sjón frá sjáanda fer
sjórinn fjarlægðist mér
Ég bjargarlaus og barinn var
og bjartur guð: hann var þar
Ég brosti honum björtum að
og bjáninn spurði: hvað er að?
Svarið var stutt og gott
Sérðu ekki, ég dey í nótt
Þá brosti hann bjáninn sá
,,Barnið mitt, þú ferð til himna þá"
En það var ekki satt
englanna vegi af ég datt

Og minningar nú allar slást
og breytast í drauma sem að þjást
______________