Fingurnir gæla við glasið,
glerið ég öfunda má.
Þín fegurð og heillandi fasið,
fylla mig heitri þrá.
Mitt hjarta berst hraðar og sárar,
heillaður alveg ég er.
Því dýrðlegar dísir og árar,
dansa í augum þér.
Þó minn losti þig knýjandi kalli,
kraumandi girndarbál.
Þá ég þrái að elska þig alla,
ég vil umvefja þína sál.
En ég er lasinn og laminn í sundur,
leikari, en má ekki á svið.
Því þó að ástin sé undur,
ertu allt sem ég má ekki við.