Í rauninni má segja að ég hafi haft báðar merkingarnar í huga þegar ég samdi þetta ljóð. Sú fyrri á auðvitað oft við, svona hugsar maður stundum, en það er að sjálfsögðu ekki þar með sagt að manns lokaniðurstaða verði að uppgjöf sé lausnin á lífinu, heldur bara að stundum virkar hún pínulítið freistandi. Hin merkingin er svo árstíðarbundin hjá mér, ég ætla að leggja mig fram við að hafa fínt og huggulegt hjá okkur barninu mínu um jólin, en ég ætla samt sem áður ekki (og ég ráðlegg öllum sem reka heimili að fara að mínum ráðum) að eyða aðventunni, sem allajafna er yndislegur tími, í að þrífa alla skápa að innan og bóna öll gólf. Það er aukaatriði og tekur bara frá manni tíma sem ætti að fara í að hafa það huggulegt og skoða jólaljósin.