fann hérna á síðunni annað ljóð um gísla kallinn súrs og fannst ég ekki geta verið minni manneskja… og ákvað að gerast loksins virkur notandi! júhú!!!
fjöldi hinna föllnu
framar vonum
til heljar fóru héðan
hugrakkir menn
situr eftir særður
og sárkvalinn hópur
félaga og fóstra
sem fær engu breytt
hermaður hugar
að hefna frænda
er þó nú þegar
þrútinn um augu
sálin í sárum
samviskan lítil
drjúg virðist dróttin
sem drepur á móti
væri ei vitlaust
véstein að elska
og eigi alheimskt
að elska þorkel
gæfuríkast gísla
er þó guð sinn að elska
hvorugum með að halda
eða helskó binda
en virðingar vegna
velur útlægur
maður að myrða
mann og annan
en örðugt er að ansa
einni spurningu:
skal bróðir hefna bróður
eða besta vinar?
að sögulokum liðnum
í langferð er farinn
sonur hins súra
stórmannleg hetja
frændmenni flest
frey voru gefin
átti hann því ekkert
í endann með sanni
heilsum við hérmeð
þeim herskáa manni