Æsir og Ásynjur lausleg söguskoðun
Komið sælir kæru jarðarbúar
kynnist betur okkar fornu sögu.
Trúarkúnstin trúarvilja kúgar
tærir hugar forðast regluþvögu.
Einráðir hópar afsprengi trúar
eineltu heiðna í lævísi högu.
Lífverur Goða eru lifandi enn
langar aldir þróast Ása saga.
Þúsund árin mælt í gegnum menn
mörgu góðu haldið var til haga.
Batnar við Æsi sambandið senn
sannlega þurfum fjölmargt að laga.
Aldrei lokaðist Ásum landið
agnar götin þar og hér.
Treysti foldin tryggða bandið
trúleg bending þykir mér.
Eymdin fólk og flökkustandið
fluttu nöfnin kunnug þér.
Valkyrjur gistu Valhallar Sali
varlega Ásynjur aflinu flíka.
Líknuðu nokkra vopndauða vali
veittu af rausn er nutu slíka.
Virðingu fengu í valmanna tali
valfengnar konur atsæknar líka.
Óðinn er guða og manna mestur
margur er hans leyndarsvipur.
Hann ýmist þykir góður gestur
gjafmildur vitur sagnalipur.
Ella klórandi vargur verstur
válegur urrandi glefsandi gripur.
Traðir Óðinn þeytir átta hófa hrossi
heiðblátt sindur undan skeifum keyra.
Gandinn situr guðinn þó hann hossi
goðumlíkir þegnar nálgun heyra.
Sleipnir rennur Bifröst líkt og blossi
berast harðir skellir næmu eyra.
Ása Þór hinn mesti goða garpur
græskulaus Valhallar varnarliði.
Geithafra hélt er gernýtti sarpur
goðið skrýtna matar hafði siði
í bítið skemmti hafur skarpur
skapmiklu goði í einföldu sniði
Mörlandinn goðið þoldi Þór
hann þjónkun mikla hafði.
Í augum flestra afar stór
Einkum í belti mjöllnir lafði.
Megingjörðum mögnun sór
Meir hann ekki sundur barði.
Til orustu búinn okkar maður
Oddar engir á hann bitu.
Sjaldan glotti aldrei glaður
Goðin kátu á hann litu.
Þór minn sterki þinn er staður
Stríða frenju rista fitu
Um bakið magnar megingjörð
magnast gimheims krafti goðið.
Villtir jötnar í hamfara hjörð
Hugnast sjaldan mörgum boðið.
Í jötna Mjöllnir skárar skörð
Skaðar trölla um valinn troðið.