Af hverju hefur vindinn aldrei lægt?
Alltaf stormur og aldrei blíða,
Ég sit og bíð með þennan ógnar kvíða..
Hvers vegna eru tvö ár orðin fimm?
Af hverju er tilveran svona grimm?
Ég verð að tala en þögul ég er,
Og ógnar byrgði ég áfram ber.
Hvers vegna ekki aðeins fyrr?
Af hverju þurfti ég að bíða kyrr?
Ég bauð góðan dag alltof seint,
Ég reyni og reyni en get varla reynt..
Hvers vegna vil ég ögn af árum þínum?
Af hverju eru tár á kinnum mínum?
Orð ykkar hafa áhrif á allt sem ég geri,
Á allt sem er í mínu gjörðakeri.
Hvers vegna ert þú samt sá eini sem skilur?
Af hverju vil ég halda að það sé áfram bylur?
Þú ert ekki sá sem særir mig með orðum,
Það eru þau sem gera það nú og forðum.
Hvers vegna vil ég aldrei þig missa?
Af hverju eru þau á öllu svona hissa?
Ég leyfi þeim ekki að spilla minni ást,
Og láta mig af öllu þessu endalaust þjást.
Hvers vegna get ég skrifað mikið, mikið meira?
Af hverju segi ég eitthvað sem enginn vill heyra?
Ég er hætt og er farin að halda áfram að lifa,
Sloppin út úr búrinu og hætt að skrifa.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…