Spangólandi af eigin fylli,
sjálfsins nægja.
Slæmt yrði að ég niður skylli,
sviðna jörð þá yrði að plægja.
Sýn mín skýr, ég er upp fullur og hýr
og ég geng inn í Parardísargarða
þar er viskan býr.
Verð þar í skjóli frá heiminum harða.
Mærð mín á í sálinni heima
rís upp líkt og skínandi hjól
og ég stikla um á milli framandi heima, um himingeima.
Get allt jafnvel klætt mig í kjól…