ég vanda mitt val á þeim vegi,
sem mér ber að ganga á
það sem eftir er eilífðar minnar,
þeim eina sem ég mun sjá.
þó er ég þess viss að aldrei
mun ég gæfunni hlæja við.
hún er ekki í vinahóp mínum,
hún er hátt hafin yfir mitt svið.
því ef þú vilt enga þyrna,
þá færðu heldur enga rós.
og þú munt aldrei finna ilminn,
eða hitta lífsins ljós.
og það er sama hvaða leið þú velur,
hún er ævinlega röng.
og þakin þyrnóttum greinum.
og hún er lengri en ævilöng.
það er engin leið að snerta,
það sem enginn getur séð.
ég hef aldrei séð óskasteina.
því geng ég djöflinum með.
ef gæti ég flogið, þá flygi ég hátt
og kæmi aldrei niður.
ég myndi sofna á himnum í glaðværri sátt,
því mér heilsaði langþráður friður.
hún er vandfundin og vel falin.
hún á að vera leyndarmál,
og ég á ekkert að vita,
þó kvelur hún mína sál
þessi rós sem er móðir þeirra þyrna,
sem þekja mína leið.
þessi rós sem er eilíf æska,
eilíft líf, eilíf silfuskeið.
mínir draumar eru niðursoðnar klisjur.
sannkallaðir “draumar í dós”.
en þegar vegur manns er þyrnum stráður
er sjálfsagt að þrá þessa rós