Jæja, þetta eru ljóð sem ég samdi bara upp úr þurru þannig að þið ættuð ekki að vera búast við eikkerjum Jónasi Hallgrímssyni:)
Hér byrjar það.
Vetur, sumar vor og haust.
Leikur allt í lyndi.
En það er alveg dæmalaust,
Hvað þú ert mikið yndi.
Í snjónum börnin leika sér,
Kasta yfir götur.
Þegar þau fara að hlæja að mér,
Þá dett ég oní fötur.
Vetur er í Gautaborg,
Þar ganga allir lúnir.
Þegar ég geng um stræti og torg,
Þá eru allir búnir.
Kári blæs á landið sitt,
Vetur kemur bráðum.
Þungstígur geng ég á húsið mitt,
Fer ég að engum ráðum.