sligast þungum skrefum inn á flóamarkað manna
selst ódýrt en skipti möguleg
tilfinningavera með verðmiða á enninu
draumar fjúka fyrir utan gluggann
gufa upp í himinhvolfið
æskan breytist í hrukkur
peningar verða að skuldum
meðaumkunin skín í hverju andliti
virðingunni skolað niður klósettið
“True words are never spoken”