Veröldin víxlast í skjánum
vofurnar speglast í gleri
grasið sem lítur í ljánum
liggjandi böðul á hleri
Óttinn er lífinu ofinn
öfugu meginn við skjáinn
lokaður lemstraður dofinn
lifandi þótt ég sé dáinn
Skjárinn mig rænt hefur skjóli
skelfir og reynir að buga
myrkrið úr morðingjans tóli
mjakar sér leið inní huga