Gefst nú up, geng í burt
galinn með draug minn í bandi.
Augun tóm, einskis spurt
Auðn mín svo uppfull af sandi.

Beiðni mín, betra líf
bitur nú reyni að finna.
Framandi, fjallið klíf
fæturnir á sig þeir minna.

Kominn hátt, kuldinn sár
kæfandi fortíðin vill mig.
Fer að brún, fell ég nú
framtíðin gerir vart við sig.

Sleppi mér, svíf nú létt
sorgin hún brennur í minni.
Annað líf, er það rétt
ástina kveð nú að sinni.
“she's the tear that hangs inside my soul forever”. (Buckley).