hefur hversdagurinn gróið við mig
og bundið mig rótum?
Nei, ekki samkvæmt þér eða augunum í huga mér
nei, samkvæmt ykkur skríða köngulær hugarflæðis míns
hraðar og hraðar
Í gegnum absúrdískan huga minn
Þær vilja komast út úr höfuðkúpu minni
reyna að skríða út um augun
Og hægt tyggja þær hugsanir mínar, eina og eina
hrækja þeim út úr sér og sjá hugsanirnar blómstra
sem fallegustu liljur
Það hræðir mig
Því ligg ég hér og hvílist í vanmætti
á rúmi sem er alltaf að minnka
og að lokum er engin dýna til að styðja við mig
… aðeins þú
______________