Ég bjó einn í þessari höll
og var drekinn sem umlauk
traust vann ekki á mér
og harður skrápurinn óx
lokaði mig inni
lokaði mig inni

Svo enginn komst inn nema ljósið lævísa
og augu sem horfðu
á mig
spurðu
og ég gaf svar
vitlaust svar
og ljósið slökkaði.

Ég beið í myrkrinu
beið
og biðin yddaði trénað hatur mitt
sem ég reiddi fram og reit
orðin mín nógu hvöss
til að brjóta veggina niður
alla.

Úti stóðst þú
og hafðir beðið allan tíman
með mér, í mér
og faðmað tortryggið hjartað mitt
svo það lifnaði á ný.
—–