Á eyðilegum mel
þar sem blóðið frýs
bergmálar ýlfrið að handan, ofsafengið
ljósin dansa á himninum
dauður fugl, frosinn á vatninu
og vatnið, vatnið gárast ei meir
ísaðar rósir sprungnar út
á köldum speglinum
kvakið er þagnað
Huginn,
hví lyftirðu þér ei til himins,
og leitar lífslogans
hver reisir þér gröf, býr þér stað til hvílu?
einungis hríðin býr þér kalda sæng
og Hel býður þér faðm sinn