Skelli “Dátanum” í og ýti á play
Trommurnar drynja og ég leggst
Ég og koddinn, í góðum fíling
“Down a long and dusty trail”
Færi löppina og rekst
Í spilarann og finn sting
Þennan hálfrar sekúndu verk
Sem þú finnur þegar allt
Rennur í greipum
Spilarinn fellur,
tannhjólið smellur
og diskurinn skellur
Í gólfið í smalli, brotin um allt
aaah feck!
uppáhaldsdiskurinn minn í rúst.
Líkaði aldrei mikið við Dátann, en
ég man að ég keypti hann á afmælisdeginum þínum
vantaði afsökun í Hagkaup, gekk að búðarkassanum með
smokkapakka, tvo! og leið asnalega.
Það var tilboðskarfa við kassan, og ég greip hann
Dátann.
Það var hellirigning úti, og þú úti í bíl
við vorum á leið í Öskjuhlíð,
planið var picnic
Eða hafði verið, áður en regnið kom.
Svo, ég breytti áætlun.
Komumst þangað loksins, ég með augnaráð
stráksins við kassann enn í huganum
brosandi…..ógeð.
Að halda að ég væri eins og hann
Rauð ljós, græn ljós, loksins!
Komin, og þú spyrð hvað við séum að gera
Þú varst svo falleg
Ég svitnaði í lófunum og vissi að ég mætti
alls ekki snerta
Ég var í guðlegri návist þinni og
Prófíllinn af þér skein gagnvart glugganum
sem virtist hriklast til og frá
undan straumum af lekandi dropunum
Varst ósnertanleg, ég elskaði þig
En, hreinn sveinn, með flottustu stelpunni
(framhald síðar)