Ég dó næstum því áðan:
ég leit niður á ykkur og þið voruð að gráta
ég kallaði úr himnaþyrlunni: Út af hverju?
Út af hverju eruði að gráta, ég var að segja ykkur
Ég var að segja ykkur að ég elskaði ykkur
En þið hættuð ekki
Og litla systir mín grét grátri vélsagar,
Vissuð þið að vélsögum er bara nokkuð vel við tré?

Ég dó næstum því áðan:
Var að hlusta á þig, lagið mitt
Og ég fann að ég var alveg að fara að verða að kommu
(flestir verða að punkti, ég er skrýtinn, ég er komma)
þannig að ég hraðspólaði fram á uppáhaldskaflann minn
vonandi ertu ekki sár.
Ég vildi að ég geta hætt að hlægja en ég get það ekki,
Lífið er svo kómískt.
______________