Fegurð þín á þér lá,
Bros þitt breitt og flott
Augu þin skinu eins og stjörnur,
og rauðu kinnarnar sem minntu helst á epli
Þú falleg varst þá
Á miðvikudag ég aftur þig sá,
Fegurð þín enn á þér lá,
Brosið alltaf jafn breitt,
Og augun vá,
og eplakinnar rauðar voru þá,
Þú fallegri varst þá
Á föstudag ég þig sá,
Fegurð þin fölnuð var þá,
Bros þitt ei breitt var þá
augun voru fljótandi
og andlit þitt var fölnað
Þú uppdópuð varst þá
A laugardag ég þig sá,
Fegurð þin ei á sér lá,
Bros þitt dauft
augun þreytt
andlit þitt var fölt og grátt
þú ofdópuð varst þá
Á sunnudag ég ei þig sá,
Hvar var fegurð þín
Brosið breiða
Augun skínandi
og eplakinnar rauðar
ég saknaði þín þá
Á mánudag ég frétti það
Að fegurð þin var farin
Brosið ég ei aftur sá,
augun sem áður skinu
og eplakinnarnar rauðu
þú dáin varst þá
I kirkjunni ég í kistuna sá,
Fegurð þín til himins farin
Brosið ei aftur á þig fer
nú augun tóm eru
og kinnar þínar hvítar
Elsku vinur ég sakna þín
Ég hitti þig i himnaríki þá
www.blog.central.is/unzatunnza