Góðan dag
Þau eru stór og þung
tárin á hvörmum litlu stúlkunnar
sem kreppir hnefana
og lokar augunum
svo fast að henni finnst þau vera að springa
þar sem hún situr
og tekur hljóð við dynjandi höggunum
Og hún reynir af öllum mætti
að muna einn góðan dag.
Kannski átti hún afmæli
og allir brostu og voru glaðir.
Svo tekur hún góða daginn
og geymir hann alltaf í augunum
þegar hún þarf að loka þeim
svo fast að henni finnst þau vera að springa.