Ég horfi á hana þar sem hún situr.
Lygni aftur augunum og hugsa,
til þess sem var,
þess sem við áttum.
Hún er mér allt, en hún veit það ekki.
Ég lét hana ekki vita.

Ég horfi á hana.
Hún horfir til baka
eitt augnablik,
brosir,
roðnar,
hlær.
lítur jafn skjótt undan.

En það nægði mér,
þetta eina augnablik,
lifandi,
hamingjusöm,
vær.
Ég var manneskja og hugarangrið kæfðist í aðdáun.
En langþráð þögnin stoppar ekki lengi.
Hún gerir það alldrei.

Hjartað mitt krafsar í bakkann,
hrópar til hennar:
Sara….ég vil,
en ég get ekki.
Sara….ég vil,
en ég má ekki.

Hefur þú heyrt,að elskirðu einhvern skulirðu sleppa takinu,
því, sé ástin endurgoldin þá skili hún sér?

Enda ævintýrin kannski alltaf alltof vel í bíómyndum?
Ég veit það ekki,
en í mínu ævintýri,
höfum ég og eftirsjáin runnið saman í eitt,
og ég stend hérna einsog asni.
Ein,
með fölnaða rós í hjartanu,
sem blómstraði
aðeins
fyrir
hana.