loka aftur augum mínum
stend upp úr sófanum
teygi nokkra vöðva
og anda djúpt…

hoppa þrisvar á vinstri fæti
hneigi mig fjórtán sinnum
rykki bakinu aftur
og veifa höndunum…

sný mér í tólf hringi
réttsælis og rangsælis
tipla á tánum umhverfis borðið
og enda ferðalagið með loftsparki…

sest aftur niður í sófann
kyrja með áhersluþunga:
“9…2002…9..2002…9…2002
úh mmlala…
úhmmlala…
úhmmlala…
heyhopsa
HEY!&#82 21;

smelli fingrunum…

opna augun ofurhægt aftur
færi mig vongóður fram
og kíki á dagsetningu
moggans á borðinu…



skakkt brosið breytist í fýlusvip
og ég bölva svo
þessu gagnslausa
ímyndunarafli…


-mjálmandi pardus-


***Var að pæla í að nefna ljóðið “Tímavél fyrir geðsjúklinga” en vildi ekki hafa titilinn alltaf augljósan :þ***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.