Þetta er ljóð sem ég samdi til stráks sem ég var mjög hrifin af í framhaldsskóla en fékk því miður aldrei að kynnast neitt að ráði.

Í augunum þínum sé
ég sjálfa mig ganga í
þéttum skógi að stórri blárri
tjörn og baða mig nakin meðan
tunglskin augna þinna skín á mig.

Í augunum þínum sé ég
allt sem mig langar til að fá
en veit að ég get aldrei fengið
vegna þess að hún
á alla fegurð augnanna þinna

Í augunum þínum sé ég
góðmennsku,
frið,
hjálpsemi,
og ást en ekkert
af því er handa mér

Ég vildi að ég hefði kynnst þér
betur en ég var svo feimin
að ég gat ekkert gert
og núna ertu farinn
út í hinn stóra heim

Megi Guð og gæfan fylgja þér
minn kæri, óþekkti vinu