stelpan sem ég sá
á afgreiðsluborðinu í Nóatúni…
mig langaði einna helst
að smyrja hana með
bræddu súkkulaði
þeyttum rjóma
og skreyta með jarðarberjum…
sleikja hana upp og niður
bíta laust í forboðnu berin
og veita henni blíðu mína…
uhmmm…mig langar svo
að æsa hana upp
uns hún skelfur af fryggð
og býður mér
…inn…
þá mun ég ryðja mér leið
stökkva á hana
með beinstífan…
-Hurðin opnast og ég hrekk upp úr dagdraumum mínum
opinmynntur og eldrauður stama ég upp síæfðri ræðu minni:
“G-G-Góðan daginn…
ég kem frá Vottum Jehóva
má ekki bjóða þér eintak af Varðturninum?”
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.