Þú varst plástur á sárið mitt
og stöðvaðir blæðinguna
Þú hlúðir að mér
og sárinu mínu
Þangað til eitthvað
fór að toga í þig
Hægt og hægt fórst þú
að slíta þig frá mér
Sársaukinn þegar þú varst að kveðja
var mikill
Núna hef ég ekkert
til að minnast þín
nema sárið sem grær
þín vegna