Þegarsál þín opnast
sérðu einlæg bros barnanna
og finnur til gleði
vegna þess smáa
Þegar sál þín opnast
svífur þú
á stilltum strengjum næturinnar
og dansar
björtum geislum dagsins
Þegar sál þín opnast sérðu
að við tilheyrum hvort öðru
Þegar sál þín lokast
ertu einn í kaldri
eyðimerkurnóttinni
og enginn heyrir hróp þín
Munt þú fagna nýjum degi?
P.s þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa hingað en hef lesið mörg mjög góð ljóð hérna :)
e