Ég var að skoða gamlar dagbækur sem ég hef skrifað og í þeim
fann ég meðal annars þessi ljóð sem öll eru sönn og þýða svo margt fyrir mig.

“ Ástfangin”

Sumarkvöld í Ágúst.

Ég ligg í sófanum og hugsa til þín
þú sem ert handan við hafið
Eitthvað svo órafjarri
En samt finn ég fyrir nálægt þinni
líkt og þú liggir við hlið mér
haldir utan um mig
og gælir við andlit mitt og háls,
og þá líður mér svo undurvel.

“vinkonuslit”

Þögn.

Því brástu mér vinur
Hvað hef ég gert rangt
Hvað hef ég gert til að
verðskulda þögn þína?

“ einmana og ein ”

Einsömul.

Ég hef leitað þín svo lengi
en ekki fundið
Ég er svo afskaplega ein
og mig langar svo að hitta þig
kynnast þér
Og eiga með þér góðast stundir.
Því er svona erfitt að finna þig
Ástvinur minn.

Ég hef hætt leitinni
ákveðið að sættast við sjálfa mig
vera sjálfri mér nóg
Ég vil að ÞÚ finnir mig
sjálfur með tímanum.