EF ÞÚ ELSKAÐIR MIG…
Ef þú elskaðir mig myndirðu svara.
Ef þú elskaðir mig myndirðu koma.
Ef þú elskaðir mig myndirðu skilja
að af því ég elska þig þarf ég að fara.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu bætt þig.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu hlustað.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu skilið
að ekkert sem ég geri hefur getað kætt þig.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu reynt.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu tekið af skarið.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu séð fyrir
að á endanum yrði það allt of seint.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu mig ekki kvalið.
Ef þú elskaðir mig hefðirðuu snert mig.
Ef þú elskaðir mig hefðirðu ekki svert mig
og skilið að hjá þér get ég ekki dvalið.
Ef þú elskar mig ekki láttu mig vera.
Ef þú elskar mig ekki hleyptu mér burt.
Ef þú elskar mig ekki láttu mig vita,
því ég veit að þetta eiga elskhugar ekki að gera.
Þú veist að ég elska þig en það mun þig aldrei seðja.
Þú veist að ég elska þig en þetta er of sárt.
Þú veist að ég elska þig en ég get ekki meira.
Ástin er ekki nóg svo þetta er mín kveðja.