Efi
hvar stend ég?
líkt og stórgerð mjöll
falla orð á herðar mér
þyngja mér um gang
og má út slóðir
sem áður virtust færar…

Ég
lítil í fannhvítri örk
án tengsla við það
sem á undan er gengið
grunlaus um allt
er á eftir kemur…

hver er hvað???